Guðmundur Kári Stefánsson, Daði Bjarnason og Kristján Leósson

Móttekin: 17. nóv. 2011 - Vefútgáfa: 30. desember 2011

Ágrip

Hér er lýst aðferðafræði fyrir framleiðslu vökvarása á örflögum. Slíkar örrásir fyrir vökva voru í fyrsta sinn framleiddar hérlendis af höfundum sumarið 2011. Við þróun framleiðsluaðferða var sérstök áhersla lögð á að geta skeytt saman vökvarásum og ákveðinni gerð ljósrása sem hefur verið í þróun við Raunvísindastofnun Háskólans undanfarin ár. Framleiðsluferlið býður einnig upp á ýmsa möguleika í þróun vökva- eða gasrása fyrir frekari tilraunir í líftækni, efnafræði og fleiri greinum.

pdf sækja grein (pdf) [raust.is/2011/1/03/]