Ester Inga Eyjólfsdóttir og Ingvar H. Árnason

Móttekin: 1. apríl 2008 - Vefútgáfa: 8. október 2008

Ágrip

Við tilraunir til að mynda adamantanlaga títanasiloxan komplex með því að hvarfa siloxan sexhring, 2, við Cp*TiCl3 fékkst óvænt titilefni þessarar greinar, 2a. Efnið, sem er átthringur þar sem siloxanhringurinn hefur rofnað og tvær Cp*TiCl einingar komið inn í stað (Me3Si)2CHSiOH, var greint með NMR, MS og kristalgreiningu. Efnið kristallast í einhalla einingarsellu í rúmgrúpunni P2(1)/n og hver sella inniheldur fjórar sameindir. Hornin um súrefni í hringnum eru óvenju gleið, eða 131 - 161°, sem gerir það að verkum að orkulægsta byggingin er ekki kórónulaga eins og oft er í tilfelli átthringja. Gasfasabygging sameindarinnar var einnig reiknuð skammtafræðilega og bar þeim niðurstöðum ágætlega saman við mældu bygginguna.

pdf sækja grein (pdf) [raust.is/2008/1/06/]