Einar H. Guðmundsson

Móttekin: 13. júní 2008 - Vefútgáfa: 10. október 2008

Ágrip

Í september 1608 voru fyrstu sjónpípurnar kynntar til sögunnar í   borginni Middelburg í Zeeland í Hollandi.  Fréttir af hinni nýju uppfinningu   fóru sem eldur í sinu um alla Evrópu og fyrr en varði hafði sjónaukinn   valdið byltingarkenndum breytingum í stjörnufræði og heimsfræði. Í þessari   grein er meðal annars sagt frá fyrstu sjónpípunum, linsusjónaukum þeirra   Galíleós og Keplers og spegilsjónaukum Gregorys, Cassegrains og Newtons.   Ennfremur er fjallað um ýmsa aðra þætti úr þróunarsögu sjónaukans á   sautjándu og átjándu öld.

pdf sækja grein (pdf) [raust.is/2008/1/01/]