Tryggvi Ingason og Snorri Ingvarsson

Móttekin 23. febrúar 2006 - Vefútgáfa 26. apríl 2006

Ágrip

Hér eru kynntir skammtareikningar og skammtatölvur. Fjallað er um hagnýtingu skammtatölva við lausn verkefna sem eru óviðráðanleg með tölvum nútímans. Við gerum einnig grein fyrir helstu eiginleikum segulflæðisskammtabita sem nú eru í þróun hjá IBM. Vonir eru bundnar við að þessi gerð skammtabita opni möguleika á skölun, þ.e.\ tengingu fleiri bita í stærri starfhæfar skammtatölvur. Kynnt er endurhönnun skammtabitans sem auðveldar stjórnun hans og dregur úr áhrifum ytra suðs.

pdf sækja grein (pdf) [raust.is/2005/1/09/]