Kristján Jónasson

Móttekin: 16. ágúst 2004 - Vefútgáfa: 17. desember 2004

Ágrip

Gerð er spá um ársmeðalhita í Reykjavík árin 2005--2100 með því að tengja eiginaðhvarfslíkan af náttúrulegum hitasveiflum við nýlegar rannsóknir og mat á væntanlegri gróðurhúsahlýnun á Íslandi. Eiginaðhvarfslíkanið er byggt á hitamælingum í Reykjavík 1867­--2003 og að nokkru á öðrum hitamælingum á Íslandi og í nágrannalöndum. Með hermun er lagt mat á skekkju í þessari spá og einnig skoðað hvernig dæmigerð hitaþróun gæti orðið. Sýnt er hvernig minnka má spáskekkjuna með því að fækka stikum í eiginaðhvarfslíkaninu án þess að sjálffylgni þess lækki að marki. Samkvæmt spánni verður meðalhiti 5.4ºC árin 2005--2015 og um næstu aldamót verður meðalhitinn kominn í 7.7º.

pdf sækja grein (pdf) [raust.is/2004/2/04/]