Ottó Elíasson

Móttekin: 15. júlí 2010 - Vefútgáfa: 1. desember 2010

Ágrip

Hér reyni ég að svara því hverskonar veruleika skammtafræði lýsir og jafnframt að varpa ljósi á þau áhrif sem hún hefur haft á þankagang vísindamanna. Ég rek ráðandi hugmyndir um eðli veruleikans eftir daga Ísaks Newton um löggengi og nauðhyggju sem fylgdu í kjölfar velgengi kenninga hans. Í stuttu máli skauta ég svo yfir sögu skammtafræðinnar og ræði hvernig hana beri að túlka. Deilan um túlkun skammtafræðinnar kristallast í vangaveltum Bohrs og Einsteins sem er meginstef í greininni. Skoðanir þeirra lýsa vel ólíkum viðhorfum á sambandi skammtafræði við veruleikann. Ennfremur skoða ég deilu þeirra í ljósi hugmynda John S. Bell og frægrar ójöfnu hans sem virðist gera kleift að skera úr með tilraunum hvort Einstein hafði á réttu að standa.

pdf sækja grein (pdf) [raust.is/2010/1/04/]