Ari Ólafsson

Móttekin: 15. desember 2006 - Vefútgáfa: 30. desember 2006

Ágrip

Dregin er upp einföld einvíð mynd af víxlverkun lofthjúps við varmageislun jarðar. Myndin inniheldur þrýstingsáhrif á ísogsstuðla en ekki hitastigsáhrif. Gróðurhúsahrifin koma fram sem lækkandi flæði varmageislunar frá yfirborði jarðar með hækkandi ísogsstuðlum, kæling neðstu loftlaga vegna aðlögunar varmageislunar að hitastigli og kæling loftlaga þar sem víxlverkuninni linnir vegna þrýstingslækkunar eða þynningar virku ísogsefnanna. Remmuaukning CO2 hefur mest áhrif til flæðislækkunar við jörð og kælingar neðri loftlaga í gegnum stækkun litrófsbila sem eru virk með ísog í grennd við α=0.3/km. Við núverandi remmu hafa stærri ísogsstuðlar gert þann usla sem þeir geta með flæði við jörð, svo með vexti í remmu skila þeir bara meiri kælingu efri loftlaga.

pdf sækja grein (pdf) [raust.is/2007/1/03/]