Guðbjörn Freyr Jónsson

Móttekin: 9. júlí 2004 - Vefútgáfa: 16. desember 2004

Ágrip

Við rannsóknir á ættgengum sjúkdómum er mikilvægt að geta séð fjölskyldutengsl þeirra sem sjúkdóminn hafa. Fjallað er um reiknirit til að búa til teikningar af fjölskyldum, þar sem fylgt er þeim venjum sem skapast hafa í erfðafræðirannsóknum. Reikniritið byggir á aðferðum til að teikna lagskipt örvanet, en gerðar eru mikilvægar endurbætur sem nýta sér sérstaka eiginleika ættartrjáa.

pdf sækja grein (pdf) [raust.is/2004/2/17/]