Soffía Sveinsdóttir, Jón M. Einarsson, Jóhannes Gíslason og Ágúst Kvaran

Móttekin: 3. desember 2003 - Vefútgáfa: 16. ágúst 2004

Ágrip

Hingað til hefur verið vandkvæðum bundið að aðgreina flóknar fásykrublöndur í þætti sína. Í þessu verkefni var prófað að nota tvívíða aðgreiningu á kítósanfásykrum. Annars vegar var blanda aðgreind eftir stærð fásykrukeðja með gelsíun og hins vegar voru einstöku þættir af gelsíunarsúlu aðgreindir eftir fjölda plúshleðsla á jónaskiptasúlu . Þessi tvívíða greining hefur ekki verið notuð áður við aðgreiningu á fásykrublöndum. MALDI-TOF greining var notuð til að greina innihald efnisþátta. Niðurstöður bentu til þess að hægt væri að nota tvívíða greiningu ásamt MALDI-TOF greiningum til að aðgreina fásykrublöndu eftir stærð og hleðslu fásykruþátta. Þá er ljóst að engin ein þessara aðferða getur magngreint efni í blöndu.

pdf sækja grein (pdf) [raust.is/2004/1/08/]