Frišrik Diego

Móttekiš: 15. jśnķ 2002 - Vefśtgįfa: 19. nóvember 2003

Įgrip

Stęršfręši er umfangsmest allra nįmsgreina ķ grunnskólum, aš ķslensku einni undanskilinni. Stęršfręšinįm veršandi grunnskólakennara ķ grunnnįmi viš Kennarahįskóla Ķslands hefur į hinn bóginn yfirleitt ekki veriš sérlega umfangsmikiš. Žó hlutur stęršfręši ķ grunnskólum fari vaxandi er ekki sömu sögu aš segja af stęršfręši ķ framhaldsskólum og sś stęršfręši sem tilvonandi grunnskólakennarar hafa śr framhaldsskóla fer vafalķtiš minnkandi. Ašsókn aš stęršfręšinįmi į hįskólastigi hefur löngum veriš dręm hér į landi og žaš bitnar į stęršfręšikennslu ķ öllu skólakerfinu.

Žeir žrķr skólar sem sinna kennaramenntun hafa ķ vissum tilvikum stašiš saman aš stęršfręšinįmi fyrir grunnskólakennara og žeir hafa fjallaš sameiginlega um stęršfręši ķ kennaranįmi eins og sjį mį ķ skżrslum sem frį žessu greina.

Nżveriš hafa oršiš töluveršar breytingar į fyrirkomulagi stęršfręšikennslu ķ Kennarahįskóla Ķslands. Skyldubundiš stęršfręšinįm hefur aukist lķtillega og einingafjöldi į kjörsvišum, žar į mešal stęršfręšikjörsviši, hefur aukist. Į sviši yngri barna kennslu eru nś sérstök nįmskeiš sem fjalla um stęršfręšinįm og ķ framhaldsdeild hefur nżlega veriš sett į fót nįmsbraut ķ stęršfręšimenntun. Segja mį aš allar séu žessar breytingar skref ķ rétta įtt, žó sum séu harla lķtil. Frį žessum skipulagsbreytingum er nįnar greint hér į eftir.

pdf sękja grein (pdf) [raust.is/2003/2/18/]